Segir sænsk yfirvöld halda upplýsingum frá almenningi um skemmdar og ofbeldisverk

gustafskulaGústaf Skúlason sem búsettur er í Stokkhólmi í Svíþjóð segir að skemmdarverk, ofbeldi og íkveikjur í Svíþjóð vera part af daglegu lífi íbúa þessa dagana, og erfitt sé að meta umfangið. Gústaf sem var viðmælandi Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun segir það ekki bæta úr skák að yfirvöld reyni að halda upplýsingum frá almenningi og jafnvel falsa upplýsingar „ það sem er ótækt hérna er upplýsingafölsun, yfirvöld falsa upplýsingar um það sem er að gerast því að lögreglunni er bannað að segja frá neinu nema kyni og aldri glæpamanna, það má ekkert segja frá neinu öðru„,segir Gústaf.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila