Segja skelfilegt ástand ríkja á þeim svæðum sem glæpaklíkur ráða ríkjum

Í skýrslu sænsku lögreglunnar um þau 62 svæði sem skilgreind eru sem svæði þar sem glæpaklíkur séu ráðandi segir að ástandið sé vægast sagt skelfilegt. Fjallað er um innihald skýrslunnar í leiðara Expressen í dag en þar segir að um sé að ræða nokkurs konar ríki í ríkinu sem ógni hinu lýðræðislega sænska þjóðfélagi. Þá er bent á í leiðaranum að samkvæmt skýrslunni sé það staðreynd að á umræddum svæðum sjáist glæpamenn settir æ oftar í pólitískt samhengi, þá séu börn látin bera vopn og eru oft orðin háð eiturlyfjum, auk þess sem meira en helmingur barna á svæðunum klári ekki grunnskólanám. Einnig er vikið að atvinnumálum svæðanna í skýrslunni en um þau mál kemur fram að minna en helmingur fullorðinna íbúa hafi atvinnu og þá sé fyrirtækjaeigendum hótað og þeim misþyrmt borgi þeir ekki sérstök gjöld sem glæpamenn gera þeim að greiða.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila