Segjast hafa verið ”aðstoðarmenn, keyrt sjúkrabíla og lagað mat”

Lögreglan í Gautaborg hefur haft samband við 18 menn sem hafa komið aftur heim eftir veru hjá Íslamska ríkinu. Þetta eru einstaklingar sem leynilögreglan skortir beinar sannanir fyrir að hafi barist fyrir Íslamska ríkið. en lögreglan vill fylgjast með þeim og tala við þá. Ulf Merlander lögreglustjóri í Gautaborg segir að ”margir segja frá því að þeir hafa verið á svæðinu. Meirihlutinn segist hafa verið aðstoðarmenn, keyrt sjúkrabíla, lagað mat og þess háttar.” Merlander segist efast um að fullyrðingar vígamannanna séu sannar en lögreglan hafi eftirlit með þessum einstaklingum.

Talið er að um 300 Svíar hafi barist með Íslamska ríkinu og af þeim hafa áður um 150 íslamskir vígamenn komið aftur heim til Svíþjóðar. Mörg sveitarfélög hafa oftast nær enga hugmynd um hverjir þetta eru né hvar þeir eru. Leynilögreglan segir að um hættulega einstaklinga sé að ræða sem geti unnið hryðjuverk í Svíþjóð. Núna hefur leynilögreglan sent frá sér lista til sveitarfélaga með nöfnum þeirra sem búist er við að snúi til Svíþjóðar og yfirvöld 41 sveitarfélaga ætla að hittast á næstunni og  ræða hvernig á að taka á móti þeim: 

”Við höfum fengið upplýsingar frá leynilögreglunni um einstaklinga sem annað hvort eru enn í Sýrlandi eða á leiðinni heim eða þegar hafa komið til baka,” segir Anders Kretz ráðgjafi hjá miðstöð gegn ofbeldissinnuðum öfgastefnum CVE. Karl Melin hjá leynilögreglunni segir að á listanum séu bæði karlmenn, konur og börn sem séu eða hafi verið á stríðssvæðinu. Engir sem samband næst við segjast hafa borið vopn heldur hafi þeir verið í „hjálparstörfum við matlagningu og hjúkrunarstörf.“ Svíþjóð er á hættustigi 3 á 5 stiga skala vegna hættu á yfirvofandi hryðjuverkum 

Sjá nánar hér og hér

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila