Sveitarfélög í Svíþjóð geta ekki borið kostnað vegna flóttafólks

Í nýrri efnahagsmatsskýrslu sem sveitarfélögin í Svíþjóð hafa látið gera kemur fram að efnahagslegt hrun bíði þeirra verði þau ein látin bera kostnaðinn. Í skýrslunni er greint frá því að sveitarfélögin hafu þurft að taka á sig aukna efnahagslega ábyrgð vegna fjölda flóttamanna en meðal þess sem byggja hefur þurft upp eru íbúðarhúsnæði, skólar, íþróttamiðstöðvar, auk þess sem eðli málsins samkvæmt hefur þurft að efla umferðarnetið og auka ýmsa þjónustu. Ekki bætir úr skák að sænska ríkið hefur ákveðið að skerða heildarupphæð ríkisframlags til sveitarfélaganna um 40 milljarða sænskra króna. Í niðurstöðu skýrslunnar segir að ljóst sé að mæta verði þessum staðreyndum með mikilli hækkun skatta og skera verulega niður á ýmsum sviðum þjónustu sem sveitarfélögin veita.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila