Svíþjóð og Japan vilja efna til samstarfs vegna ógnarinnar af Norður Kóreu

Forsætisráðherra Japan Shinzo Abe  sem hélt blaðamannafund í Stokkhólmi í gær ásamt forsætisráðherra Svíþjóðar lýsti þar yfir áhyggjum Japana af kjarnorkuvopnatilraunum Norður Kóreu og endurteknum eldflaugatilraunum þeirra. Bæði Japan og Svíþjóð eru aðilar að Öryggisráði SÞ og lýstu forsætisráðherrar beggja landanna yfir vilja til nánara samstarfs til að koma í veg fyrir mögulegt stórslys í Asíu og heimsins alls, vegna þeirrar hættu sem stafar af Norður Kóreu. Svíþjóð hefur sendiráð í höfuðborg Norður Kóreu, Pyongyang og hefur boðist til þess að miðla málum. Með í för Abe eru 150 manna föruneyti og að auki 54 blaðamenn í tveimur flugþotum. Abe fór frá Svíþjóð til Finnlands þaðan yfir til Danmerkur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila