Tékkar hætta að taka á móti hælisleitendum

Milan Chovanec innanríkisráðherra Tékklands.

Innanríkisráðherra Tékklands Milan Chovanec segir að Tékkland muni innan skamms ekki taka á móti fleiri hælisleitendum þar sem komið hafi í ljós að landið hafi ekki bolmagn til þess að taka á móti þeim. Þá segist ráðherrann landið fremur tilbúið til að greiða fjársektir frá ESB heldur en hleypa fleiri hælisleitendum inn. Forseti Tékklands er einnig á sama máli og telur að um sé að ræða skipulagða innrás frá þriðja heiminum. Ef af verður er ljóst að Tékkland getur átt á hættu að verða sektað um 31 milljón íslenskra króna fyrir hvern hælisleitanda sem neitað er um inngöngu.

Athugasemdir

athugasemdir