Telja að hryðjuverkamaðurinn hafi átt sér vitorðsmenn

Innanríkisráðherra Bretlands, Amber Rudd segir að miðað við umfang og nákvæma skipulagningu hryðjuverksins í Manchestar sé afar líklegt að hryðjuverkamaðurinn sem sprengdi sig í loft upp í Manchester Arena tónleikahöllinni hafi ekki verið einn að verki. Í gærkvöld ákváðu yfirvöld að færa viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar á hæsta stig en það þýðir að talið sé líklegt að önnur árás verði gerð, og jafnvel að hún sé yfirvofandi. Í gær báru yfirvöld kennsl á hryðjuverkamanninn en hann hét Salman Abedi og var af Líbískum uppruna. Talið er að hann hafi verið nýkominn úr ferðalagi frá Líbýju þegar hann framdi ódæðið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila