Þegar Ísland lýsti því yfir að það myndi “ALDREI ganga í ESB þar sem landinu vegnaði svo vel fyrir utan”

Gunnar Bragi Sveinsson.

Það ber til tíðinda í atkvæðagreiðslu á brezka þinginu í dag um ”samning” ESB og Bretlands. Mikill meirihluti þingmanna er andsnúinn þeim samningi sem May hefur komið með og í gær hitti hún Juncker forseta ESB til að reyna að ná fram ”betri kjörum”. Margir Íhaldsmenn hafa reynt að fá May ofan af því að láta kjósa um ”samninginn” og telja að útkoman verði svíðandi ósigur May. Verði samniingurinn felldur getur annað hvort gerst, að Bretar fari samningslausir úr ESB eða að Brexit verði frestað. Verði Brexit frestað mun stór hluti Breta telja það svik gagnvart lýðræðinu í Bretlandi. Til að hressa aðeins upp á málin er gott að geta bent á Ísland.

Daily Express greinir frá viðtali við fyrrv. sjávarútvegsmálaráðherra Íslands 2016 sem lýsti því yfir að Ísland væri sönnun þess ”að til væri líf fyrir utan Brussel”. Rekur blaðið rök Gunnars Braga Sveinssonar fyrir því, að Íslandi sé best komið utan við ESB:
Ég myndi aldrei ganga með í ESB. Það er til líf fyrir utan eins og við höfum sýnt fram á. Við höfum einn stærsta og öflugasta fiskiðnað í heimi sem er sjálfbær án ríkisstyrkja. Við þurfum ekki að deila ákvarðanatöku með neinum öðrum. Það væri erfitt fyrir Íslendinga að hafa stjórn á efnahagsmálum og fiskveiðum ef við þyrftum að ræða málin við 27 eða 28 önnur lönd.” Sjá nánar hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila