Theresa May gæti „látið af störfum í fyrramálið“ vegna blóðtöku íhaldsmanna í sveitastjórnarkosningunum

Í dag ganga Bretar til kosninga í 248 sveitarfélögum í Englandi, öllum 11 á Norður Írlandi og kjósa 6 borgarstjóra og 8,773 sveitarstjórnarmenn í beinum kosningum. Íhaldsflokkurinn hefur 5,529 sæti í 163 sýslum og er búist við að flokkurinn fari ílla út úr kosningunum vegna Brexit-svikanna. Svo illa – vilja sumir meina – að Theresa May muni neyðast strax í fyrramálið til að láta af embætti. Fréttaritstjóri Daily Express segir kosningarnar mikla blóðtöku fyrir Íhaldsflokkinn og verri en nokkru sinni áður: „Sumir fréttaskýrendur fara aftur til ársins 1995 þegar Tories töpuðu 2 þúsund sætum en sú útkoma mun líta út sem þokkalega góður árangur í samanburði við það sem við eigum eftir að sjá á föstudagsmorgun“. Sagði hann að kosningarnar snérust ekki um holur í götum heldur um Brexit. „Báðir stóru flokkarnir munu fá hræðilegt kvef, það er engin spurning.“ Brexit flokkur Nigel Farage och Breytum Bretlandi eru ekki í framboði í þessum kosningum og því erfitt um vik fyrir marga kjósendur sem vilja kjósa þá.

Sjá nánar hér

Merktu svæðin eru þau svæði sem kosið verður um í dag

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila