Theresa May veldur ekki starfi sínu

Jón Kristinn Snæhólm alþjóða-stjórnmálafræðingur.

Theresa May ræður ekki við starf sitt sem forsætisráðherra Bretlands. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Kristins Snæhólm alþjóða-stjórnmálafræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Jón bendir á að völd forsætisráðherra í Bretlandi séu gríðarlega mikil og mikilvægt sé að sá sem því gegnir hafi góð tök á þeim verkefnum sem ráðherran þarf að glíma við og að atburðir síðustu mánaða sýni að Teresa ráði einfaldlega ekki við verkefnin “ þegar ástandið er orðið eins og það er í íhaldsflokknum þá fara menn auðvitað að horfa í kringum sig eftir nýju ráðherraefni, hún er búin að vera sem forsætisráðherra„,segir Jón Kristinn.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila