Traust á Macron fer ört minnkandi

Emmanuel Macron forseti Frakklands.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fjölmiðlarnir Radio Classique og Les Echos í Frakklandi létu framkvæma treystir meirihluti Frakka eða um 54% Emmanuel Macron forseta Frakklands hvorki til þess að leysa félagsleg eða fjárhagsleg vandamál landsins. Þá treysta 27% þeirra ekki treysta forsetanum almennt fyrir nokkru. Vinsældir forsetans hafa dalað stöðugt eftir glæstan sigur í forsetakosningunum og þá hefur hann einnig átt undir högg að sækja í umræðum um breytingar á vinnulöggjöf Frakka á þinginu. Macron hefur þannig á mjög skömmum tíma orðið mjög umdeildur forseti meðal landsmanna og hefur það reynst honum afar erfitt að ná því trausti til baka sem hann hafði fyrir.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila