Ungir hælisleitendur hrella starfsfólk og viðskiptavini sænskrar verslunarmiðstöðvar

nordstanVerslunareigendur í verslunarmiðstðinni Nordstan í Gautaborg standa ráðþrota gagnvart gengi ungra hælisleitenda sem hafa gert það að vana sínum að safnast saman inni í verslunarmiðstöðinni á kvöldin og láta greipar sópa. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun Expressen. Dæmi eru um að meðlimir gengisins hafi hótað fólki lífláti hafi það gert athugasemdir við hegðun þeirra. Þegar lögreglan hefur verið kölluð á svæðið hefur hún þurft sérstakan liðsauka þar sem ekki sé óalgengt að hópurinn telji um 150 ungmenni. Flestir þeirra hælisleitenda sem um ræðir eru einstaklingar sem hafa fengið synjun á dvalarleyfi í landinu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila