Uppvakningar mótmæltu fundi G20 ríkjanna

Þúsundir mótmælenda í Þýzkalandi mótmæltu fundi G20 ríkjanna í Hamburg klæddir upp sem uppvakningar. Málaðir í gráum lit í fatalörfum eins og lík í hamfaramynd frá Hollywood gengu og skriðu mótmælendur að torgi miðbæjar Hamborgar í uppákomunni sem bar heitið Eitt þúsund verur. Catalina Lopez ein af skipuleggjendum uppákomunnar sagði að markmið uppákomunnar er að snerta hjörtu fólks og fá fólk til að skipta sér aftur af stjórnmálum. Uppákoman er liður í víðtækum mótmælum gegn fundi G20 ríkjanna sem hefst á morgun í Hamborg.  Um 20 þúsund lögreglumenn verða í viðbragðsstöðu og búist er við átökum við mótmælendur.

Athugasemdir

athugasemdir