Viðurkennir að Evrópusambandið ætli að byggja upp herafla

Jean Claude Juncker framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.

Jean Claude Juncker framkvæmdastjóri Evrópusambandsins hefur viðurkennt að sambandið stefni að því að byggja upp sjálfstæðan herafla. Þetta kemur fram í Daily express í dag. Junker segir að með stofnun herafla sé verið að bæta kjölfestu í utanríkis og öryggisstefnu Evrópusambandsins. Fram kom í máli Juncker að bæði Frakkland og Þýskaland vilji að sambandið þrói varnartækni í geimnum sem stuðst sé við með fjarstýrðum tækjum og drónum af ýmsum tegundum. Þá muni Evrópusambandið leggja til sameiginlegan varnarmálasjóð og vinna að samhæfingu herja bandalagsríkja með það að markmiði að byggja upp áhrifameiri hernaðarmátt álfunnar. Gert er ráð fyrir að hermálaáætlun sambandsins verði kynnt opinberlega í júní á þessu ári.

Athugasemdir

athugasemdir