Vill að Evrópuríki afsali sér hervaldi til Evrópusambandsins

Þýski þingmaðurinn Jo Leinen.

Þýski þingmaðurinn Jo Leinen segir að ekki sé lengur hagkvæmt að hafa þjóðarheri í aðildarríkjum ESB. Þingmaðurinn segir að þess í stað ættu herir landanna að sameina krafta sína í einn sterkan her undir merkjum Evrópusambandsins, því með slíku fyrirkomulagi fái aðildarríkin mest fyrir peningana í varnarmálum að hans mati. Í viðtali við Europorter sagði Leinen að herstyrkur Evrópu væri vanmáttugur og dygði engan veginn á krepputímum. Leinen fer í viðtalinu ekki leynt með aðdáun sína á hugmyndum um hervæðingu innan Evrópusambandsins og segir að nú sé rétti tíminn til þess að bæta öryggi og varnir ESB landa, og að best færi á því að lönd innan sambandsins afhentu sambandinu yfirráð landanna yfir varnarmálum sínum. Skýrði hann að mikið fé færi til spillis hjá aðildarríkjum. Þá hefur Donald Tusk forseti Evrópuráðsins einnig nýlega tilkynnt áætlun að stofnun sérstaks Evrópuhers um næstu áramót.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila