Vísindamenn áhyggjufullir vegna sýklalyfjanotkunar í landbúnaði á heimsvísu

Vísindamenn hafa miklar áhyggjur af sívaxandi notkun breiðvirkra sýklalyfja í landbúnaði og þeim ófyrirsjáanlegum afleiðingum sem notkun þeirra kann að hafa á þróun sjúkdóma. Í ljós hefur komið að mikil útbreiðsla á sér stað á nær alónæmum stofnum hættulegra sýkla sem eðli málsins samkvæmt verði ekki ráðið við. Þau lönd sem mest nota af breiðvirkum sýklalyfjum eru Spánn, Ítalía, Kýpur, Portúgal, Ungverjaland og Þýskaland. Hér á landi er staðan sú að íslenskir bændur nota hvað minnst af sýklalyfjum á heimsvísu, enda njóti íslenskur landbúnaður þeirrar sérstöðu að landið er mjög einangrað þegar kemur að útbreiðslu hættulegra búfjársjúkdóma. Hér á landi hafa bændur vaxandi áhyggjur af því að þeirri sérstöðu sé ógnað með auknum innflutningi á landbúnaðarafurðum.

Athugasemdir

athugasemdir