Vopnabúr fannst á heimili árásarmannsins í Las Vegas

Húsleit sem gerð var í Nevada á heimili mannsins sem framdi skotárás í Las Vegas í gærmorgun leiddi í ljós að maðurinn hafði undir höndum mikinn fjölda skotvopna fyrir utan þau fjölmörgu skotvopn sem hann notaði í árásinni. Þá fundust bæði efni og búnaður sem hægt er að nota til sprengjugerðar. Að minnsta kosti 18 skotvopn fundust á heimili mannsins og þá fundust þúsundir ónotaðra skothylkja. Rannsókn málsins er mjög umfangsmikil en lögreglan er þó litlu nær um ástæður árásarinnar. Manninum Stephen Paddock er lýst sem auðugum hæglátum eldri borgara sem bauð af sér góðan þokka.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila