Site icon Útvarp Saga

900 milljónir veittar í styrki vegna orkuskipta

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 900 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslags- og orkumála í ár.

Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum og eru styrkflokkar í samræmi við stefnu stjórnvalda um að styðja við orkuskipti á landsvísu. Áhersla er lögð á vistvæna orkunýtingu og eru styrkirnir ætlaðir til að styðja við fjölbreytt verkefni sem tengjast sjálfbærri orkunýtingu, svo sem innviði fyrir rafknúin faratæki, raf- og lífeldsneytisframleiðslu og lausnir sem draga úr notkun jarðefnaeldsneytis.

„Ísland stendur frammi fyrir miklum áskorunum í loftslags- og orkumálum.  Styrkir Orkusjóðs eru mikilvægir í því stóra verkefni að að Ísland nái metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum sínum og við sem samfélag náum að framkvæma þriðju orkuskiptin,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og hvetur fólk af öllum kynjum til að kynna sér sjóðinn.

Styrkir til verkefna eru eftirfarandi:

Innviðir fyrir rafknúin farartæki, skip og flugvélar:

Raf- og lífeldsneytisframleiðsla:

Lausnir sem draga úr notkun jarðefnaeldsneytis:

Hægt er að sækja um styrk með því að smella hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla