Site icon Útvarp Saga

Aldrei hægt að komast að niðurstöðu um hversu mörgum flóttamönnum eigi að hjálpa

Páll Vilhjálmsson kennari og bloggari.

Það er ekki raunhæft að komast niður á neinar raunhæfar tölur um hversu mörgun flóttamönnum taka eigi á móti hingað til lands þar sem fjöldi þeirra í heiminum er svo mikill. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Páls Vilhjálmssonar kennara og bloggara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Páll segir að þó Ísland tæki á móti mun fleiri flóttamönnum en gert er í dag hefði það engin áhrif á þann fjölda sem fyrir er í heiminum „ við gætum tekið á móti 300 þúsund flóttamönnum en það væri þá samt ekki nema dropi í hafið, við gætum bara opnað hliðin, ég er að segja að það er engin tala þarna sem er raunhæf sem segir okkur það hvað við þurfum að gera til þess að leysa þennan vanda, það er endalaust framboð af flóttamönnum„,segir Páll.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/sidegi16agust.mp3?_=1

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla