Site icon Útvarp Saga

Ámælisvert að ákveða bankasölu áður en framtíðarskiplag bankamála liggur fyrir – Íslandsbanki seldur á undirverði

Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra.

Það er mjög ámælisvert að það hafi verið ákveðið að fara út í að selja ríkisbankana áður en framtíðarskipulag bankamála hérlendis liggi fyrir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Oddýjar G. Harðardóttur þingmann Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Oddný segir að réttara og skynsamlegra hefði verið að ákveða framtíðarskipulag banka mála áður en bankasalan hefði verið ákveðin. Nú sitji menn uppi með það til dæmis að seja eigi Íslandsbanka á undirverði til aðila sem ekki sé vitað mikið um.

Hún segir að eitt og annað sé samt sem áður vitað um væntanlega kaupendur, til dæmis að um sé að ræða tvo stóra sjóði. Hún segir að þar sé síst af öllu vera þar með sagt að salan til þeirra aðila sé skynsamleg

“ þeir hafa bara það eina markið að ná í vöruna (bankann) og hagnast sem mest þeir geti á kaupunum“, segir Oddný og bendir á að Íslendingar hafi áður brennt sig og það illa á sölu banka, eins og þekkt er í aðdraganda hrunsins.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/Viðtal-Oddný-G-Harðardóttir-15.06.21.mp3
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla