Site icon Útvarp Saga

Andlegir leyndardómar og fyrri líf

Í þættinum Miðlun að handan í dag var fjallað um fyrri líf og fyrralífsdáleiðslu en gestur Önnu Kristínar Axelsdóttur var Katrín Axelsdóttir Sandholt. Í þættinum var byrjað á að segja sögu ungs drengs sem hafði gífurlegan áhuga á öllu sem við kom slökkviliðum og slökkviliðsbúnaði og þegar á leið komust foreldrar hans að því að sá áhugi hans var til kominn frá fyrra lífi.

Drengurinn reyndist hafa verið slökkviliðsmaður í New York þar sem hann meðal annars tók þátt í björgunaraðgerðum vegna hryðjuverkanna 2001.

Í þættinum útskýrði Katrín hvernig fyrralífsdáleiðsla er framkvæmd en um er að ræða leidda hugleiðsla þar sem viðkomandi er komið í djúpa slökun þar sem hugurinn er samt vakandi og tilbúinn í andlegt ferðalag. Með þessari aðferð er auðveldara fyrir fólk að skoða innávið og hefur þessi aðferð verið þróuð af geðlæknum til þess að komast að gleymdum minningum úr barnæsku. Aðferðin hefur þó fyrir tilviljun leitt það af sér að hægt sé að skyggnast inn í fyrra líf fólks.

Hægt er að hlusta á nánari lýsingar á fyrra lífi drengsins og þá tækni sem býr að baki fyrralífsdáleiðslu með því að hlusta á þáttinn hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla