Site icon Útvarp Saga

Axel Pétur kærir kosningarnar – Brotið gegn lýðræðinu

Axel Pétur Axelsson forsetaframbjóðandi

Axel Pétur Axelsson forsetaframbjóðandi hefur kært forsetakosningarnar til Hæstaréttar þar sem hann telur að jafnræðis hafi alls ekki verið gætt og að ríkisfjölmiðillinn RÚV hafi bannfært málflutning og skoðanir Axels. Þetta var meðal þess sem fram kom í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar (lesa má kæruna með því að smella hér).

Axel ræddi þar um forsetaframboð hans sem hefur vakið talsverða athygli en Axel segir að lög heimili meðal annars að forseti reki þá embættismenn sem ekki standi sig í störfum fyrir þjóðina.

Þá hefur Axel það að markmiði að gera íslendinga sem hann telur í dag vera þræla elítunnar að sjálfsveldisvíkingum og bendir á að ef skilgreining starfsemi forsetaembættisins sé skoðuð gaumgæfilega megi þar sjá meðal annars vísbendingar um það að litið sé á almennings sem húsdýr elítunnar

 “ ef skoðað er hver starfsemi forsetaembættisins sé kemur í ljós að starfsemin er skráð sem alifuglarækt, og það er einmitt mergur málsins, við erum í raun hálfgerðir alifuglar, fóðraðir af elítunni„,segir Axel.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/viðtal-axel-pétur-axelsson-20-maí.mp3
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla