Site icon Útvarp Saga

Bjóða fram því aðrir flokkar hafa brugðist í málefnum útlendinga

gunnlauguringvarsfacebookGunnlaugur Ingvarsson frambjóðandi í fyrsta sæti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík Suður segir að Íslenska þjóðfylkingin bjóði fram til Alþingis fyrst og fremst vegna þess að aðrir flokkar hafi brugðist í málefnum útlendinga. Gunnlaugur sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag segir með því að hafa samþykkt ný útlendingalög séu núverandi stjórnarflokkar að fara þvert gegn þeirri stefnu sem nágrannaþjóðir hafa í útlendingamálum “ þau eru að herða landamæravörslu, þau eru að herða reglur gagnvart innflytjendum því þau viðurkenna að stefnan í þessum málum hefur verið kolvitlaus, er kolröng og er gjaldþrota„,segir Gunnlaugur.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/gunnlaugur29916.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla