Site icon Útvarp Saga

Börnum veitt sérstök vernd í nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf

Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar.

Börnum verður veitt sérstök vernd í nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem gert er ráð fyrir að taki gildi hérlendis í maí á næsta ári. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Helgu Þórisdóttur forstjóra Persónuverndar í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Helga bendir á að nauðsynlegt sé að huga að börnum hvað þetta varðar á tímum tæknivæðingar og samfélagsmiðla „til dæmis verða samfélagsmiðlar að leita samþykkis foreldra ef börn undir ákveðnum aldri ætla að skrá sig í slíka þjónustu, þetta er eitt af þeim ákvæðum sem á eftir að afgreiða í þinglegri meðferð, t,d við hvaða aldur á að miða„,segir Helga. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/síðdegi-a-14.11.17.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla