Site icon Útvarp Saga

Bótakerfið er refsikerfi mannvonskunnar

Guðmundur Ingi Kristinsson formaður Bótar.

Núverandi bótakerfi lífeyrisþega er stórlega gallað og býr til gildrur fyrir þá sem hyggjast neyta þess réttar, sem þeir sem þurfa á því að halda eiga að njóta. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Inga Kristinssonar formanns Bótar en hann var gestur Edithar Alvarsdóttur í síðdegisútvarpinu í gær ásamt Bergi Þorra Benjamínssyni formanni Sjálfsbjargar. Guðmundur bendir á að nýjasta dæmið um gildrur kerfisins séu nýju húsnæðisbótalögin “ það var fullt af fólki sem hafði bifreiðastyrki og styrki vegna lyfjakostnaðar, það var kannski að fá 30.000 krónur fyrir styrkjum fyrir bíl og lyfjakostnaði, svo var það skert króna á móti krónu vegna nýju húsnæðisbótalaganna„segir Guðmundur. Í þættinum fóru þeir félagar yfir þann ótrúlega frumskóg sem lífeyrisþegar þurfa að feta sig í gegnum og þær hindranir sem á vegi þeirra verða, hindrunum sem Guðmundur segir svo margar að þær sem nefndar voru í þættinum væru aðeins brot af þeim. Hlusta má á viðtalið í spilararnum hér fyrir neðan.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/síðdegi-b-21.4.17.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla