Site icon Útvarp Saga

Einelti og félagsleg útskúfun skaðar sjálfsmynd einstaklinga

Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í Reykavík.

Félagsleg útskúfun og einelti í samfélaginu skaðar sjálfsmynd þeirra sem fyrir eineltinu verða. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kolbrúnar Baldursdóttur sálfræðings og oddvita Flokks fólksins í Reykjavík í síðdegisútvarpinu í dag. Kolbrún segi að viðkomandi fari óhjákvæmilega að hugsa út í það hvort það sé eitthvað athugavert við sig “ og fer kannski að hugsa, ég er kannski svona ómöguleg eða ómögulegur að enginn vilji hafa við mig samskipti“,segir Kolbrún. Þá bendir Kolbrún á að það sé einnig annar hópur sem vert sé að gefa gaum þegar kemur að hunsun og einelti “ það eru þeir sem þegja, þeir sem sjá eineltið, horfa upp á það en hugsa sem svo að eineltið komi þeim ekki við, það er þessi meðvirkni sem líka er skaðleg, þarna er hægt að byggja upp forvarnir og vera með áætlun„,segir Kolbrún. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/síðdegi-b-9.5.18.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla