Site icon Útvarp Saga

Eldur í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut

Talsverður eldur logar nú í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Mikinn reyk leggur frá húsinu.

Sjónarvottar segir marga sjúkrabíla á svæðinu og telja að slökkvilið séu bæði frá Hafnarfirði og Suðurnesjum. Talið er að fólk búi í húsnæðinu sem um ræðir en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um brunann eða hvort einhver hafi verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp.

Uppfært: Reykjarmökk leggur víða yfir Hafnarfjörð og hefur fólk verið hvatt til þess að loka gluggum. Mikill fjöldi viðbragðsaðila er á svæðinu. Húsnæðið hefur verið bæði leigt út sem íbúðarhúsnæði og þá hefur hluti hússins verið notað sem geymslur. Ekki er um samþykkt íbúðarnæði að ræða. Enn logar í húsinu. Slökkvistarf hefur gengið brösulega að sögn varðstjóra enda aðstæður afar erfiðar.

Uppfært: Íbúi nálægt svæðinu segir að svo virðist sem reykurinn myndi þunna bláa þoku sem leggur yfir svæðið og mikil lykt fylgi henni.

Uppfært: Fólk sem var sofandi inni í húsinu var vakið af vegfaranda og komst fólkið út úr húsinu. Ekki er ljóst hvort fleiri hafi verið inni í húsinu.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/2023/08/367961572_9890008381070351_2349212465971764354_n.mp4
https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/2023/08/367955668_6613750045371251_3560887455185488563_n.mp4
https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/2023/08/eldur12.mp4
https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/2023/08/367955469_9957247881014900_7032525988352720324_n.mp4
https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/2023/08/367945935_6756583571069949_8534736853376204854_n.mp4
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla