Site icon Útvarp Saga

Engin alþjóðleg skilgreining til um hatursorðræðu

Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Engin alþjóðleg skilgreing er til um það hvað telst vera hatursorðræða. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Margrétar Steinarsdóttur framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Margrét bendir á að þær skilgreiningar sem til séu um stöðu minnihlutahópa snúi ekki að hatursorðræðu heldur kynþáttamisrétti “ það er skilgreining í samningi Sameinuðu þjóðanna gegn kynþáttamisrétti og það er líka til skilgreining sem Evrópusambandið hefur stuðst við sem snýr fyrst og fremst að þjóðernisuppruna og kynþætti, en alþjóðlega skilgreiningin á hatursorðræðu er ekki til“,segir Margrét.

 

Margrét ræddi nýútkomna skýrslu Evrópunefndar (ECRI) um kynþáttamisrétti og umburðarleysi en eins og kunnugt er koma fram í skýrslunni ásakanir um hatursorðræðu af hálfu Útvarps Sögu og sjónvarpsstöðvarinnar Omega. Í þættinum kom fram að skýrslan lá í hálft ár á borði Velferðarráðuneytisins í tíð Eyglóar Harðardóttur þáverandi félagsmálaráðherra en á þeim tíma átti ráðuneytið þess kost að gera athugasemdir við efni skýrslunar, sem það gerði ekki, þrátt fyrir þær alvarlegu ásakanir sem fram komu í henni í garð tilgreindra fjölmiðla.

Nafnleysingjar verndaðir í skýrslunni

Fram kom í máli Margrétar að ásakanirnar hafi ekki komið frá Mannréttindaskrifstofu Íslands en eins og kunnugt áttu menn á vegum ECRI í trúnaðarsamskiptum við ónafngreinda aðila hér á landi í tengslum við gerð skýrslunnar og því eiga þeir sem ásakaðir voru í skýrslunni ekki kost á að sækja rétt sinn gagnvart þeim aðilum bæri svo undir.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/síðdegi-a-6.3.17.mp3?_=1

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla