Site icon Útvarp Saga

Ferðamenn fara í styttri ferðir vegna hárrar verðlagningar úti á landi

Jens Guð bloggari.

Ferðamenn eru farnir að fara í styttri ferðir út á landsbyggðina en áður vegna þess verðlags sem viðgengst úti á landsbyggðinni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jens Guðs Bloggara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Jens bendir á að hann hafi nefnt það eitt sinn í síðdegisþætti á Útvarpi Sögu að hann teldi líklegt að hátt verðlag á landsbyggðinni kæmi til með að bitna á landsbyggðinni seinna meir “ og það hefur komið á daginn, ferðamenn eru farnir að velja styttri ferðir vegna þess verðlags sem er úti á landi„,segir Jens.

 

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/síðdegi-a-19.6.17.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla