Site icon Útvarp Saga

Fjölbreytt dagskrá í Reykjavík á sjómannadaginn

Sjómenn, fjölskyldur þeirra og fjölmargir landsmenn fagna sjómannadeginum í dag og gera sér glaðan dag í tilefni dagsins. Að venju verða hátíðarhöld um land allt og fjölbreytt dagskrá. Höfuðborgarbúar geta eins og venjan er tekið virkan þátt í hátíðarhöldunum og er dagskráin í Reykjavík afar fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Til dæmis má nefna að boðið verður upp á siglingar, ýmsan fróðleik tengan hafinu, tónlistaruppákomur og að auki er sérstök barnadagskrá. Á barnadagskránni verður meðal annars bátasmíði, andlitsmálun og skrúðganga. Skoða má dagskrána nánar með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla