Site icon Útvarp Saga

Fjölmargar leiðir notaðar til þess að þvo peninga

Glæpamenn og hópar notfæra sér mjög fjölbreyttar leiðir til þess að koma fé sem hefur verið þvegið, t,d mútufé og fé sem hefur orðið til vegna vafasamra viðskipta. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Guðmundur segir að slíkt fé sé þvegið til dæmis í gegnum aflandsfélög, úgáfu tilhæfulausra reikninga, eða reikninga með hærri upphæð en ástæða sé til og þá séu einnig dæmi um að bankar hreinsi fé og taki sérstaka þóknun fyrir „ til dæmis ef verið er að þvo fé vegna kókaínviðskipta þá sé oft tekið rúmlega 20% af fénu sem þóknun„. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/heimsmálin-18.6.19.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla