Site icon Útvarp Saga

Farið verður í framkvæmdir NATO á Suðurnesjum óháð skoðunum Vinstri grænna

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra

Farið verður í fyrirhugaðar framkvæmdir NATO á Suðurnesjum alveg óháð því hvað Vinstri grænum finnist um þær. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Hann segir það vera á hreinu að það verði af fyrirhuguðum framkvæmdum:

svo geta Vinstri grænir alveg haft sínar skoðanir á því en það verður farið í þessar framkvæmdir alveg óháð hvað þeir vilja í þeim efnum, staðan er einfaldlega sú að við getum ekki sagt nei við þeim framkvæmdum sem bjóðast, efnahagurinn og það ástand sem er á Suðurnesjum hreinlega leyfir það ekki svo það verður farið í þessar framkvæmdir, annað væri afar óábyrgt, Vinstri grænum má finnast eitt og annað um það„,segir Jón.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/viðtal-jón-gunnarsson-28.maí.mp3
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla