Site icon Útvarp Saga

Framtíðarnefnd falið að undirbúa tæknibyltinguna

Forsætisráðherra hefur ákveðið að skipa framtíðarnefnd. Nefndinni er ætlað að fjalla um helstu tækifæri og ógnanir Íslands í framtíðinni með tilliti til langtímabreytinga á umgengni við náttúruna, lýðfræðilegra breytinga og þeirra hröðu umskipta sem eru í vændum með síaukinni sjálfvirkni og tæknibreytingum.

 

 

Verkefni nefndarinnar verða eftirfarandi:

Gert er ráð fyrir að framtíðarnefndin muni skila greinargerð um störf sín til forsætisráðherra árlega sem mun nýtast til þess að upplýsa Alþingi um störf nefndarinnar.

Nefndarmenn eru alþingismennirnir:

Smári McCarthy, formaður, Líneik Anna Sævarsdóttir, varaformaður, Andrés Ingi Jónsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Þorsteinn Víglundsson, Logi Einarsson, Inga Sæland og Unnur Brá Konráðsdóttir er fulltrúi forsætisráðuneytisins og starfsmaður nefndarinnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla