Site icon Útvarp Saga

Gagnrýnir þöggunartilburði kjörinna fulltrúa

asmundurfridrikssonÁsmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir harðlega framgöngu Unnar Brá Konráðsdóttur og Elliða Vignissonar á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem þau komu í veg fyrir umræðu um málefni útlendinga. Ásmundur sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í gær segir framgöngu Unnar og Elliða óskiljanlega “ ég bara skil ekki hvernig það getur gerst í mínum flokki að kjörnir fulltrúar  í sveitastjórnum og Alþingi skuli reyna að koma í veg fyrir umræður um jafnstórt mál„,segir Ásmundur.

 

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/asi26716.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla