Site icon Útvarp Saga

Glæsilegur sigur Sigmundar Davíðs

sigmundurdavidSigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hlaut 72% atkvæða í prófkjöri til fyrsta sætis Framsóknarmanna í norðausturkjördæmi í dag. Óhætt er að segja að niðurstaðan sé mikill persónulegur sigur fyrir Sigmund þar sem það liggur nú ljóst fyrir að hann hefur aukið fylgi sitt um 10% frá síðasta prófkjöri sem fram fór fyrir fjórum árum en þá hlaut hann 62%. Sigmundur hlaut 170 atkvæði í sinn hlut, en Þórunn Egilsdóttir, og Líneik Anna Sævarsdóttir sem einnig sóttust eftir fyrsta sæti höfðu ekki erindi sem erfiði í prófkjörinu en Þórunn hlaut 39 atkvæði, Höskuldur Þór Þórhallsson 24 atkvæði eða um 10% og þá fékk Líneik Anna aðeins tvö atkvæði.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla