Site icon Útvarp Saga

Hækka frístundastyrk til tómstundaiðkunar barna

Bæjarstjórn Akureyrar í samvinnu við frístundaráð hefur ákveðið að hækka svokallaðan frístundastyrk sem ætlaður er til þess að niðurgreiða íþróttaþátttöku barna í bænum úr 20.000 krónum í 30.000 krónur. Mikil áhersla hefur verið lögð á að efla þátttöku barna í íþrótta og tómstundastarfi í bænum og bera hækkanir á frístundastyrkjum þess glöggt merki. Alls hefur styrkurinn verði hækkaður frá árinu 2014 um 67%, en styrkurinn gildir fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6-17 ára.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla