Site icon Útvarp Saga

Halda opinn fund um Reykjavíkurflugvöll í kvöld

KONICA MINOLTA DIGITAL CAMERA

Prýðifélagið Skjöldur heldur í kvöld fund í kvöld kl.19:00 í náttúrfræðihúsi Háskóla Íslands, Öskju með yfirskriftinni: Skjaldborg um flugvöllinn, Skerjafjörðinn og fjöruna hans! .

Á fundinum verður rætt um fyrirhugaða byggð í Skerjafirði og áhrif hennar á flugsamgöngur á Reykjavíkurflugvelli og nágrenni. Í tilkynningu um fundinn segir meðal annars:

„Nú á að hefja framkvæmdir samkvæmt nýju deiliskipulagi sem sexfaldar íbúafjölda Skerjafjarðar með allt að fimm hæða, stórum íbúðablokkum. Borgaryfirvöld telja að borgarbúum komi þetta ekkert við.“

Settir eru fram sex punktar þar sem bent er á hvaða áhrif byggðin muni hafa á flugvöllinn og næsta nágrenni en punktarnir eru:

·Skerða flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Það er skýr og afdráttarlaus niðurstaða nýrrar skýrslu sérfræðinga sem fara fram á frekari rannsóknir um áhrif nýrrar byggðar á flugvöllinn. Flugöryggi vallarins varðar einnig  öryggi þeirra sem næst honum búa. 

·Rjúfa, með landfyllingu, samfellda, náttúrulega strandlengju fjarðarins, frá  Seltjarnarnesi og inn í Fossvog (strandlengjan frá Gróttu og inn að Elliðaám, er öll manngerð). Fjaran sem fer undir landfyllingu, hefur mjög hátt verndargildi vegna fjölbreytts lífríkis. Þetta verða alvarlegustu umhverfisspjöll í sögu Reykjavíkur í áratugi, enda mjög gagnrýnd af Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun ríkisins og Hafrannsóknarstofnun.

·  Fjölga bílum inn og út úr Skrjafirði úr 2.800 í 16.800 á sólarhring.

·Valda algjöru umferðaröngþveiti á Suðurgötu, Þorragötu, Njarðargötu og á Hringbraut, frá Melatorgi að Snorrabraut.

·  Sækja bílastæði í núverandi byggð Skerjafjarðar.

·Róta upp 13.000 vörubílsförmum af mjög menguðum jarðvegi sem ekið verður með gegunum borgina um Einarsnes, Suðurgötu, Njarðargötu, Hringbraut, Miklubraut og Ártúnsbrekku.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla