Site icon Útvarp Saga

Hegningarlagabrotum fjölgar milli mánaða

Skráðum hegningarlagabrotum fjölgaði á milli mánaða samkvæmt tölfræðiskýrslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir oktobermánuð. Það þýðir þó ekki að fjölgun hafi verið í öllum brotaflokkum heldur hafi orðið aukning í sumum þeirra en fækkun í öðrum.

Í skýrslunni kemur fram að skráð hafi verið 876 hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í október sem sé hækkun á meðaltali milli mánaða. Tilkynningum um þjófnað fækkaði á milli mánaða. Alls bárust 106 tilkynningar um innbrot í október miðað við 102 tilkynningar í september. Einnig bárust 129 tilkynningar um ofbeldisbrot í október og fjölgaði þessum tilkynningum á milli mánaða. Álíka margar tilkynningar bárust um heimilisofbeldi í október og september. Alls bárust bárust 21 tilkynningar um kynferðisbrot sem áttu sér stað í október.

Tilkynningum um nytjastuld á vélknúnum ökutækjum fjölgaði einnig töluvert á milli mánaða og sem og tilkynningum um eignaspjöll. Sömu sögu er að segja af skráðum fíkniefnabrotum sem fjölgaði á milli mánaða og voru þrjú stórfelld fíkniefnabrot skráð í október. Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna fjölgaði á milli mánaða sem og tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur.

Í september voru skráð 864 umferðarlagabrot (að hraðamyndavélum undanskildum). Það sem af er ári hafa verið skráð um 13 prósent færri umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár á undan.

Þá var óskað var eftir aðstoð lögreglu við leit að börnum og ungmennum alls 18 sinnum á tímabilinu.

Smelltu hér til þess að skoða skýrsluna

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla