Site icon Útvarp Saga

Útiloka ekki að sett verði útgöngubann

Komið gæti að þeim tímapunkti að sett yrði útgöngubann vegna Kórónuveirufaraldursins í einhverri mynd, sá tímapunktur er þó ekki enn í sjónmáli.

Þetta var meðal þess sem fram kom á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis sem haldinn var fyrr í dag. Þá kom fram á fundinum að börn sem haldið sé í aðskildum hópum innan skóla ættu ekki að vera í samneyti við börn utan þess hóps, en frekari tilmæli verða gefin út hvað það varðar síðar í dag.

Staðfest Covid19 smit eru nú orðin 409, þar af eru sjö liggjandi á sjúkrahúsi. 4.166 eru í sóttkví og þá eru 409 einstaklingar í einangrun.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla