Site icon Útvarp Saga

Heilbrigðisstarfsfólk tekur höndum saman í tilefni af Alþjóðadegi heilablóðfallsins

Medical illustration of a brain with stroke symptoms

Á morgun laugardaginn 29.október er Alþjóðadagur heilablóðfallsins og af því tilefni verða ýmsar samkomur haldnar víða um heim í þeim tilgangi að veita fræðslu um heilablóðfall, hvernig megi fyrirbyggja slíkt og hvað skuli gera telji einstaklingur sig vera að fá heilablóðfall.

Hér á landi ætla, læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir fagaðilar heilbrigðisþjónustunnar, – ásamt slagþolum að bjóða gestum og gangandi í Kringlunni í Reykjavík og á Glerártorgi Akureyri upp á ókeypis ráðgjafaþjónustu, upplýsingar um lýðheilsu, forvarnaratriði, varðandi heilablóðfallið (slagið) frá kl.12:00-16:00.

Fyrir um hálfum áratug kynntu samtökin Heilaheill til sögunnar SLAG appið sem getur aðstoðað fólk við að greina einkenni og hvernig skuli bregðast við þeim en hægt er að nálgast appið á Playstore. Hægt er að kynna sér appið nánar í myndbandinu hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla