Site icon Útvarp Saga

Heimspekikaffi með Gunnari Hersveini í menningarmiðstöðinni Gerðubergi

Heimspekikaffi með Gunnari Hersveini verður haldið miðvikudaginn 20. september kl. 20 í menningarmiðstöðinni í Gerðubergi. Gunnar Hersveinn rithöfundur og Brynhildur Sigurðardóttir heimspekingur og skólastjóri fjalla þar um hvernig kenna megi börnum að hugsa um gildin í lífinu. Þau sækja hugtök og aðferðir í brunn heimspekinnar og skoða hvernig rökin og tilfinningarnar vinna saman, hvernig rétt samspil huga og hjarta mótar heilsteyptar manneskjur. Heimspekikaffið í Gerðubergi hefur verið vinsælt undanfarin misseri, en þar er fjallað á mannamáli um hvers konar líferni er eftirsóknarvert. Gestir taka virkan þátt í umræðum og hafa margir fengið gott veganesti eftir kvöldin og hugarefni til ræða frekar. Gunnar Hersveinn hefur umsjón með dagskránni og leiðir gesti í lifandi umræðu um málefnin. Hann hefur m.a. skrifað bókina Gæfuspor – gildin í lífinu. Brynhildur Sigurðardóttir er heimspekikennari og skólastjóri við Garðaskóla í Garðabæ. Brynhildur lauk M.Ed. gráðu frá Montclair State University 1999 og sérhæfði sig þar í heimspeki með börnum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla