Site icon Útvarp Saga

Helgi skorar á lífeyrissjóðina í nýrri auglýsingaherferð

Helgi Vilhjálmsson í Góu.

Helgi Vilhjálmsson betur þekktur sem Helgi í Góu mun í dag setja formlega af stað auglýsingaherferð þar sem hann hvetur lífeyrissjóði landsins að hugsa orðið arðsemi upp á nýtt. Í tilkynningu frá Helga segir meðal annars „Í þetta skiptið beinum við kastljósinu að loforðinu sem við gefum við altarið: „Í blíðu og stríðu þar til dauðinn skilur okkur að,“ sem er í raun og veru „Í blíðu og stríðu þar til heilsan skilur okkur að“, þar sem fólk fær ekki að búa með maka sínum ef makinn þarf umönnun á yfirfullu hjúkrunarheimili. Fjöldi eldra fólks er því á stöðugu ferðalagi á milli hjúkrunarheimilisins og eigin heimilis með tilheyrandi kostnaði og vanlíðan. Lífeyrissjóðirnir geta komið í veg fyrir þann skilnað. Hvað er arðsemi í raun og veru og til hvers borgum við í lífeyrissjóð? Gott ævikvöld er það sem við vonumst eftir, eða eins gott og kostur er og heilsan leyfir, en að vera aðskilin er ekki það sem eldra fólk óskar sér. Í það ættu fjármunirnir að fara. Fasteignir eru góð fjárfesting. Fasteign sem þjónar öldruðu fólki betur en hægt er að gera núna er besta fjárfestingin„. Þeir sem vilja skora á lífeyrissjóðina að breyta fjárfestingastefnu sinni geta lagt nafn sitt inn á undirskriftalista Helga með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla