Site icon Útvarp Saga

Hér þyrfti enginn að líða skort ef tekið væri eðlilegt gjald af auðlindum

Magnús Guðbergsson

Það þyrfti enginn að líða skort á Íslandi ef tekið væri eðlilegt gjald af auðlndum, til dæmis sjávarauðlindum sem hlægilegt gjald sé tekið fyrir í dag og það er kominn tími til aðgerða til að breyta því. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Magnúsar Guðbergssonar sjómanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Kolfinnu Baldvinsdóttur.

Magnús sem hefur fengið sig fullsaddan af kvótakerfinu og því óréttlæti sem því fylgir stendur nú að stofnun félags sem ber heitið Réttlæti og ætlað er að vinna að þrýsta á um breytingar. Meðal þess sem til skoðunar sé er að menn fari að róa án kvóta með það að markmiði að koma hreyfingu á þessi mál.

Hann segir þó ekki mjög hlaupið að því þar sem það get verið dýrt að reka mál fyrir dómstólum. Því séu menn byrjaðir að safna í sjóð til þess að geta fjármagnað aðgerðir.

Magnús segir að til þess að gerðar verði breytingar þurfi þjóðin að standa í fæturnar og berjast gegn þessu óréttlæti, það geti smábátasjómenn ekki gert án stuðnings. Í þættinum ræddi Magnús um þær afleiðingar sem kvótakerfið hefur haft á samfélagið allt og hvaða hugmyndir smábátasjómenn hafa fram að færa til þess að koma breytingum á.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/viðtal-magnús-guðbergsson-26.02.21.mp3
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla