Site icon Útvarp Saga

„Hvernig geta fundir farið í frí?“ Spyr Sanna Magdalena

Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands

Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands lagði fram bókun á fyrsta borgarstjórnarfundi þar sem tillaga meirihlutans um sumarfrí í tvo mánuði var gagnrýnd harðlega.

Sanna sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag benti á í bókuninni að ólíðandi væri að borgarstjórn færi í launað frí í tvo mánuði eftir aðeins einn borgarstjórnarfund.
Svar meirihlutans kom Sönnu mjög á óvart „mér var sagt að ég væri að misskilja þetta, því að borgarstjórnarfundirnir færu í frí en ekki einstaklingarnar, heldur væru haldnir fundir í borgarráði sem færi á meðal með völd borgarstjórnar, en þetta fannst mér ansi undarleg því hvernig geta fundir farið í frí?“, spyr Sanna.

 

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/síðdegi-b-20.6.18.mp3?_=1

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla