Site icon Útvarp Saga

Inga Sæland lagði fram vantrauststillögu gegn Svandísi fram á Alþingi

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra. Tillagan er lögð fram til að bregðast við því sem fram kemur í áliti Umboðsmanns Alþingis um störf Matvælaráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Flokki fólksins.

Í tilkynningunni segir að ráðherrann hafi farið út fyrir valdheimildir sínar og braut gegn stjórnarskrárvörðum réttindum fólks og lögmætisreglu og þvi sé vatrauststillagan lögð fram.

Í tilkynningunni að brotið sé í raun fjórþætt og sé í meginatrðinum eftirfarandi:

Þá er bent á að Svandís hafi sjálf lýst því yfir að hún hefði ekki lagaheimild til að afturkalla veiðileyfið. Engu að síður setti hún reglugerð án fyrirvara sem kom í veg fyrir nýtingu leyfisins. Ráðherra sem brýtur gegn lögum, brýtur gegn stjórnarskrá, þarf að axla ábyrgð gjörða sinna. Flokkur fólksins krefst þess að hún víki þegar í stað.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla