Site icon Útvarp Saga

Ítalir taka upp tímabundið landamæraeftirlit

Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að ítölsk stjórnvöld hafi tilkynnt íslenskum stjórnvöldum að ítalir munu taka upp tímabundið landamæraeftirlit frá 10.maí-30.maí næstkomandi á öllum landamærastöðvum Ítalíu. Því hvetja íslensk stjórnvöld alla þá sem hyggja á ferðir til Ítalíu að gæta þess að hafa með sér gild vegabréf þar sem þau séu einu gildu íslensku ferðaskilríkin. Þá benda stjórnvöld á að þessi meginregla eigi raunar við um öll ferðalög úr landi þar sem ekki er hægt að tryggja með öðrum hætti að ferðalangar komist á leiðarenda. Vegabréfshafar eru einnig sérstaklega hvattir til þess að kanna gildistíma vegabréfanna og bera saman við kröfur þess lands sem ferðast er til, en vegabréf eiga að gilda frá 3-6 mánuðum lengur en áætluð ferðalok.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla