Site icon Útvarp Saga

Jóla og aðventuþátturinn: Menning, matur og tónlist um jólin

Það var fjöldi góðra gesta í jóla og aðventuþættinum í dag og komu gestirnir úr hinum ýmsu áttum og ræddu Heiða B. Þórðar og Arnþrúður Karlsdóttir við gesti þáttarins. Þá voru gefnar góðar gjafir svo fátt eitt sé nefnt.

Guðrún Árný Karlsdóttir

Fyrst kom hún Guðrún Árný söngkona og sagði frá því þegar hún hóf sinn söngferil og spilaði hún nokkur lög sem hún syngur en Guðrún Árný hefur undanfarin ár verið áberandi í tónlistarlífi Íslendinga. Þá sagði Guðrún frá því að hún stofnaði nýlega kór sem ber hið einfalda heiti Kórinn en hann æfir einu sinni í mánuði, það er að segja alltaf fyrsta mánudag í hverjum mánuði. Hún segir það skemmtilega við þennan kór að það megi hver sem er mæta og það sé aldrei sami hópur sem mæti en mætingin hefur verið mjög góð eða um 50 manns hvert kvöld. Fyrir áhugasama þá hittist kórinn í Tónlistarskólanum í Hafnarfirði. Dæmi um lög sem kórinn syngur er Vikivaki, Sunnan yfir sæinn, Þannig týnist tíminn svo fátt eitt sé nefnt. Þá var Guðrún Árný að senda frá sér glænýtt jólalag sem ber heitið Desember og heyra má í þættinum hér neðst í fréttinni.

Jólin hafin á Hótel Grímsborgum

Í þættinum var einnig rætt við Ólaf Laufdal veitingamann með meiru og eiganda Hótel Grímsborga. Hann hefur að undanförnu verið með Abba sýningu í Hótel Grímsborgum við góðar undirtektir gesta sem hafa troðfyllt húsið í hvert sinn. Ólafur er að sjálfsögðu farinn að undirbúa jólin í sveitinni og á matseðlinum sem er orðinn mjög jólalegur um þessar mundir má velja fjölbreytt úrval frábærra rétta. Það er rétt að benda þeim sem vilja taka hvíld frá jólaösinni að tilvalið sé að bóka borð hjá Hótel Grímsborgum og fá sér dýrindismat af jólamatseðlinum, horfa svo á Abba sýninguna á eftir og þá er að sjálfsögðu tilvalið að bóka hótelgistingu sem er ein sú glæsilegasta hér á landi og vakna svo um morguninn endurnærður og fá sér frábæran morgunverð á þessu glæsilega 5 stjörnu hóteli þar sem ævintýri leynist í hverju horni. Smelltu hér til þess að skoða hvað er í boði hjá Hótel Grímsborgum.

Engin jól án Bónus

Þá var rætt við Baldur Ólafsson markaðsstjóra Bónus en hjá Bónus eru menn heldur betur komnir í jólaskap. Baldur sagði frá því að Bónus sé með bókstaflega allt sem þarf til jólahaldsins og þar má nefna meðal annars jólakjötið sem kemur frá öllum helstu kjötframleiðendum landsins og því er úrvalið mjög mikið. Þá selur Bónus að sjálfsögðu fallegar jólaseríur til þess að skreyta heimilið eða jólatréð. Velgengni Bónus þekkja allir landsmenn enda eru heilar 31 verslanir Bónus starfræktar um allt land. Það er nánast óhætt að segja að undanfarna áratugi hafi engin jól verið án Bónus enda versla lang flestir landsmenn stórinnkaupin fyrir jólin í Bónus. Í þættinum lumaði Baldur á nokkrum gjafabréfum upp á 15.000 krónur hvert og gaf nokkrum heppnum hlustendum inneign í Bónus. Smelltu hér til þess að sjá nánari upplýsingar um Bónus.

Listin í aðdraganda jóla

Þrándur er einnig sjómaður

Myndlistamaðurinn Þrándur Arnþórsson kíkti í heimsókn í jóla og aðventuþáttinn og ræddi við Arnþrúður og Heiðu um myndlist og sagði frá nýrri sýningu sem hann heldur þessa dagana í Gallerý Grásteini við Skólavörðustíg og verður sýningin opin fram yfir næstu helgi. Á sýningunni sem heitir Átök við hafið eru sýnd olímálverk eftir Þránd sem öll eru af bátum og sjónum. Þrándur er einnig sjómaður en hann byrjaði að mála einmitt vegna þess að hann fór á sjóinn og byrjaði að mála áður en hann hóf störf sem sjómaður. Þetta gerði Þrándur að sögn til þess að tengjast starfinu og sjónum betur. Yfirskrift sýningarinnar skírskota til þeirrar baráttu við hafið, veður og samspil þessara náttúruafla sem oft geta verið hættuleg þeim sem sjóinn sækja og þó svo hafið sigri oft og taki til sín mannslíf er ekki alltaf sem baráttan við það að komast af úr sjóslysi sé vonlaus. Fyrir þá sem vilja hafa samband við Þránd er bent á að hafa samband við hann í símanúmerið 821-3919 eða í gegnum tölvupóst á netfangið thrandur@vefsala.com. Hér að neðan má sjá nokkur af verkum Þrándar.

Þrándur Arnþórsson myndlistamaður
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla