Site icon Útvarp Saga

Jörgen Olsen á Hótel Grímsborgum um helgina og spilar öll bestu lög Olsenbræðra

Jörgen Olsen, helmingurinn af dúóinu Olsen bræðrum mun um helgina skemmta á Hótel Grímsborgum á 23 ára afmælistónleikum. Í síðdegisþættinum í dag ræddi Arnþrúður Karlsdóttir við Ólaf Laufdal eiganda Hótel Grímsborga þar sem hann sagði meðal annars frá tónleikunum.

Ólafur segir að það hafi lengi staðið til að fá Jörgen til þess að spila og þegar skemmtunin átti að fara fram á sínum tíma skall Covid á með öllum þeim lokunum sem menn þekkja. Að sögn Ólafs stefnir í fullt hús og því fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á þessa frábæru skemmtum en salurinn tekur um 200 gesti í sæti. Það er því upplagt fyrir Olsen aðdáendur að panta gistingu og mæta í matinn og svo njóta þessarar frábæru skemmtunar.

Ólafur segir að Jörgen sé afar spenntur að koma og spila fyrir Íslendinga og lofar Ólafur góðri stemningu.

En það er fleira á döfinni á næstunni á Hótel Grímsborgum því í febrúar mun engin annar en Bjarni Arason mæta nokkrar helgar og syngja öll bestu lög Elvis Presley eins og honum einum er lagið.

Það er því óhætt að segja að það sé alltaf líf og fjör hjá Ólafi Laufdal og félögum í Hótel Grímsborgum. Áhugasömum er bent á að hægt er að panta miða og bóka gistingu og borð með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla