Site icon Útvarp Saga

Kínverjar aflétta 20 ára innflutningsbanni á nautakjöti

Kínverjar hafa aflétt banni við innflutningi á nautakjöti frá fjölda landa en bannið hefur verið í gildi í heil 20 ár. Bannið var sett á þau lönd þar sem kúariðusmit hafði greinst enda töldu kínverjar gríðarlega mikilvægt að verja þarlenda kúatofna gegn slíku smiti vegna smæðar kínverska kúastofnsins. Bannið hefur valdið kínverjum nokkrum vandræðum enda er neysla nautakjöts í landinu mjög mikil en kína stærsti innflutningsaðili nautakjöts í heimunum í dag. Bannið sem sett var á hefur verið aflétt af Ítalíu, Írlandi Frakklandi, Danmörku, Ungverjalandi, Bandaríkjunum og Kanada. Þau lönd sem hins vegar eru enn á bannlista eru Spánn, Portúgal, Svíþjóð, Pólland og Þýskaland.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla