Site icon Útvarp Saga

Kjarasamningar Eflingar við Reykjavíkurborg og ríki samþykktir af félagsmönnum

Kjarasamningar Eflingar við Reykjavíkurborg og ríkið hafa verið samþykktir af félagsmönnum Eflingar. Greidd voru atkvæði um hvort samþykkja ætti samningana og voru þeir samþykktir með 92% atkvæða.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir niðurstöðuna staðfesta að mikilvægt skref hafi verið stigið í leiðréttingu lægstu launa

Niðurstaðan felur í sér staðfestingu á því að mikilvægt skref hefur verið stigið í leiðréttingu lægstu launa. Stoltust er ég af að hafa tekið þátt í því að auka virðingu og kjör láglaunakvenna í sögulega vanmetnum störfum. Þessir samningar eru sannarlega eftirtektarvert innlegg í baráttu láglaunakvenna fyrir að vera metnar að verðleikum. Um leið vil ég taka fram að baráttan heldur áfram. Næsti slagur felst í því að ná samsvarandi samningum fyrir félaga okkar hjá hinum sveitarfélögunum. Svo höldum við áfram að ryðja brautina fyrir betra lífi fyrir okkar fólk,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla